Innlent

Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn

Vélmennið að störfum.
Vélmennið að störfum. Mynd / Egill
Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu.

Þá virðist sem myndir eða plaköt með pólitískum skilaboðum hafi verið límd utan á húsið í morgun, áður en hvellurinn heyrðist. Þá fundust einnig samskonar plaköt utan á innanríkisráðuneytinu. Málið er þó enn mjög óljóst.

Í húsinu er meðal annars aðsetur Ríkislögmanns og þá hefur sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haft aðstöðu í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×