Kafbátanjósnastöðin var eitt mesta hernaðarleyndarmálið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2012 19:37 Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira