Útskriftarverkefni verður heil teiknimyndasería 28. júní 2012 11:00 „Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana," segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. Kynningarstikla teiknimyndarinnar Space Stallions var á dögunum sýnd á frönsku teiknimyndahátíðinni Annecy, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Space Stallions var útskriftarverkefni Þorvalds frá skólanum Animation Workshop í Víborg í Danmörku og er teiknimynd í anda níunda áratugarins. Kynningarstiklan hefur slegið í gegn á Youtube og fengið yfir 500 þúsund áhorf frá því í lok janúar. Framleiðslufyrirtækið Gunhil, sem samanstendur af Gunnari Karlssyni, Hauki Sigurjónssyni og Hilmari Sigurðssyni hafa tekið að sér að þróa sjónvarpsþætti byggða á Space Stallions. „Þeir eru með stórar hugmyndir," segir Þorvaldur en Gunhil kynnir þættina á hátíðinni Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september. „Útsendarar frá öllum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum eru að leita sér að framleiðsluverkefnum þarna, svo þetta er stórt tækifæri." Helmingur þeirra sem unnu að verkefninu voru Íslendingar. Þorvaldur leikstýrði, Ágúst Kristinsson var listrænn stjórnandi og Arna Snæbjörnsdóttir stýrði hreyfimyndagerðinni. Þorvaldur og Ágúst eru einu meðlimir hópsins sem vinna að verkefninu í dag og hafa skrifað handrit að fyrsta þætti í sjónvarpsseríu sem verður kynnt fyrir sjónvarpsstöðvum í Frakklandi í haust. Friðfinnur Oculus Sigurðsson, sem sá um tónlist verkefnisins, og Eirik Sördal lögðu hönd á plóg við skrifin. Á Annecy hitti Þorvaldur einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Family Guy og er hún mjög spennt fyrir verkefninu. „Hún stofnaði aðdáendasíðu á Facebook fyrir okkur þegar verkefnið kom á netið og hefur verið hjálpleg að koma okkur í samband við fólk og láta okkur lesa ýmis handrit," segir Þorvaldur. Aðspurður hvenær þættirnir eru væntanlegir segir hann það óvíst enda mikið ferli framundan. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana," segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. Kynningarstikla teiknimyndarinnar Space Stallions var á dögunum sýnd á frönsku teiknimyndahátíðinni Annecy, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Space Stallions var útskriftarverkefni Þorvalds frá skólanum Animation Workshop í Víborg í Danmörku og er teiknimynd í anda níunda áratugarins. Kynningarstiklan hefur slegið í gegn á Youtube og fengið yfir 500 þúsund áhorf frá því í lok janúar. Framleiðslufyrirtækið Gunhil, sem samanstendur af Gunnari Karlssyni, Hauki Sigurjónssyni og Hilmari Sigurðssyni hafa tekið að sér að þróa sjónvarpsþætti byggða á Space Stallions. „Þeir eru með stórar hugmyndir," segir Þorvaldur en Gunhil kynnir þættina á hátíðinni Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september. „Útsendarar frá öllum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum eru að leita sér að framleiðsluverkefnum þarna, svo þetta er stórt tækifæri." Helmingur þeirra sem unnu að verkefninu voru Íslendingar. Þorvaldur leikstýrði, Ágúst Kristinsson var listrænn stjórnandi og Arna Snæbjörnsdóttir stýrði hreyfimyndagerðinni. Þorvaldur og Ágúst eru einu meðlimir hópsins sem vinna að verkefninu í dag og hafa skrifað handrit að fyrsta þætti í sjónvarpsseríu sem verður kynnt fyrir sjónvarpsstöðvum í Frakklandi í haust. Friðfinnur Oculus Sigurðsson, sem sá um tónlist verkefnisins, og Eirik Sördal lögðu hönd á plóg við skrifin. Á Annecy hitti Þorvaldur einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Family Guy og er hún mjög spennt fyrir verkefninu. „Hún stofnaði aðdáendasíðu á Facebook fyrir okkur þegar verkefnið kom á netið og hefur verið hjálpleg að koma okkur í samband við fólk og láta okkur lesa ýmis handrit," segir Þorvaldur. Aðspurður hvenær þættirnir eru væntanlegir segir hann það óvíst enda mikið ferli framundan. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira