Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar 28. júní 2012 13:00 Unnsteinn Manúel Stefánsson og félagar hans í Retro Stefon endurgerðu lag Ný danskrar, Fram á nótt, sem fer í spilun í dag. Fréttablaðið/gva „Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp
Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira