Innlent

Bjargað út úr reykfylltri íbúð

Tilkynnt var um reyk út um glugga í Efstalandi 24 í Reykjavík í kvöld. Slökkvilið var kallað út og fóru reykkafarar inn.

Einum var bjargað út úr íbúðinni. Reyndist pottur vera á heitri hellu.

Slökkvilið vinnur nú að reykræstinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×