Átján tónleikar á sama stað 13. júlí 2012 16:00 Tónleikaröð Jónas Sigurðsson tónlistarmaður heldur átján tónleika á þremur vikum. Tónleikarnir verða allir í Félagsheimilinu á Borgarfirði eystri. Jónas Sigurðsson tónlistarmaður fagnar væntanlegri útgáfu þriðju plötu sinnar, Þar sem himin ber við haf, á nokkuð sérstakan máta. Jónas kemur fram sex sinnum í viku í félagsheimilinu Fjarðaborg á Borgarfirði eystri næstu þrjár vikur í þeim tilgangi að kynna plötu sína. Alls mun Jónas halda átján tónleika á þremur vikum. Jónas spilar sjálfur á gítar á tónleikunum og notar tölvu en nýtur einnig liðsinnis tónlistarmannanna Ómars Gunnarssonar, Magna Ásgeirssonar og Svavars Péturs Eysteinssonar. Aðsókn á tónleikana hefur verið góð og þó að bæjarfélagið sé fámennt hafa yfir hundrað manns sótt þá tónleika sem hafa verið fram að þessu. „Ég hef alltaf komið fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem haldin er í Borgarfirði og fundist það ofsalega gaman og bærinn fallegur. Ég er ekki að spila á Bræðslunni í ár og þá kom upp sú hugmynd að halda samt tónleika í bænum og að prófa að spila á sama staðnum aftur og aftur og aftur," útskýrir Jónas og viðurkennir að hann hafi ekki átt von á mörgum áhorfendum á fyrstu tónleikana og því kom það skemmtilega á óvart hversu margir hafa sótt tónleikana. Jónas hefur þegar spilað á fimm tónleikum og á því þrettán eftir. „Þetta er vissulega áskorun og þegar líður á á ég örugglega eftir að hugsa: „Hvað var ég að pæla?" En ég tek ekki bara lög af nýja disknum heldur einnig eldri lög og nokkur óútgefin. Svo hef ég fengið til mín gesti og þá spilum við lög eftir þá, þannig að ég er ekki alltaf að gera það sama." - sm Lífið Tónlist Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Jónas Sigurðsson tónlistarmaður fagnar væntanlegri útgáfu þriðju plötu sinnar, Þar sem himin ber við haf, á nokkuð sérstakan máta. Jónas kemur fram sex sinnum í viku í félagsheimilinu Fjarðaborg á Borgarfirði eystri næstu þrjár vikur í þeim tilgangi að kynna plötu sína. Alls mun Jónas halda átján tónleika á þremur vikum. Jónas spilar sjálfur á gítar á tónleikunum og notar tölvu en nýtur einnig liðsinnis tónlistarmannanna Ómars Gunnarssonar, Magna Ásgeirssonar og Svavars Péturs Eysteinssonar. Aðsókn á tónleikana hefur verið góð og þó að bæjarfélagið sé fámennt hafa yfir hundrað manns sótt þá tónleika sem hafa verið fram að þessu. „Ég hef alltaf komið fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem haldin er í Borgarfirði og fundist það ofsalega gaman og bærinn fallegur. Ég er ekki að spila á Bræðslunni í ár og þá kom upp sú hugmynd að halda samt tónleika í bænum og að prófa að spila á sama staðnum aftur og aftur og aftur," útskýrir Jónas og viðurkennir að hann hafi ekki átt von á mörgum áhorfendum á fyrstu tónleikana og því kom það skemmtilega á óvart hversu margir hafa sótt tónleikana. Jónas hefur þegar spilað á fimm tónleikum og á því þrettán eftir. „Þetta er vissulega áskorun og þegar líður á á ég örugglega eftir að hugsa: „Hvað var ég að pæla?" En ég tek ekki bara lög af nýja disknum heldur einnig eldri lög og nokkur óútgefin. Svo hef ég fengið til mín gesti og þá spilum við lög eftir þá, þannig að ég er ekki alltaf að gera það sama." - sm
Lífið Tónlist Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira