Léttsveit Reykjavíkur fagnaði sumri í dag, sumardaginn fyrsta, undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, í Gamla bíói. Um var að ræða tvenna tónleika þar sem sveitin flutti gömul revíulög, lög eftir þau Röggu Gísla, Bubba og Mugison ásamt íslenskum sönglögum, sem minna á sumarkomuna.
Húsfyllir var á báðum tónleikunum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti mikil gleði á meðal kórmeðlima sem og tónleikagesta.
Heimasíða Léttsveitarinnar.

