Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist 30. janúar 2012 11:44 „Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira