Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist 30. janúar 2012 11:44 „Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. Myndbandið hefst á því að hann á í hávaðarifrildi við íbúa bæjarins, sem segist ekki geta fært bílinn sinn út af snjóþyngslum. Svanur segist þá bara ætla að ryðja bílnum í burtu og uppsker mikil mótmæli bæjarbúans. Því næst ekur Svanur áfram og ryður bílnum áfram eins og öðrum snjó. Myndbandið hefur vissulega raunsæjan blæ yfir sér. En ekki er allt sem sýnist; Svanur er nefnilega lunkinn leikari og atriðið er sviðsett. Maðurinn sem á bílinn, og mótmælir aðgerðum slökkviliðsstjórans harðlega, heitir Vagn Ingólfsson. „Það var nú þannig að við áttum í vandræðum með að koma bílnum í burtu. Vagn sagði að bíllinn væri ónýtur og þá kom hugmyndin," segir Svanur sem skipaði þá Vagni að útvega myndavél. Vagn hringdi þá í félaga sína sem komu umsvifalaust vopnaðir myndvélum. „Svo æfðum við rifrildið," segir Svanur. Þeir létu síðan vaða í handritslausan spuna. Nágrannar tóku eftir erjunum og fóru út til þess að athuga hvað væri að gerast, en enginn vissi að þá að þeir væru að leika. Myndbandið var tekið upp út af þorrablóti í bænum. Það var frumflutt á laugardaginn og sett á netið í kjölfarið. Og myndbandið hefur beinlínis slegið í gegn. Að sögn Svans hefur hann ekki fengið frið síðan myndbandið birtist á vefsíðu Pressunnar í gær. Þar var hinsvegar ekki útskýrt að myndbandið væri leikið. „ótrúlegasta fólk hefur haft samband við mig vegna málsins. Meðal annars fólk sem kláraði ekki myndbandið og áttaði sig því ekki á staðreyndum málsins," segir Svanur sem hefur haft sig allan við að útskýra fyrir vinum og vandamönnum að hann sé ekki gengin af göflunum. „Myndbandið var reyndar tekið upp skömmu eftir jól. Og við urðum að þegja um atburðinn þangað til um helgina," segir Svanur, sem bætir við að sagan hefði kvisast út í bænum án þess að sannleikurinn hafi fylgt sögunni. Aðspurður segir Svanur að það sé gaman að sjá hversu mikla athygli myndbandið hafi fengið. Þetta sé gert í gríni og ánægjulegt ef fólk getur skemmt sér yfir því. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira