Leyndi áhuga Kínverja en pabbinn með prókúru Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2012 20:00 Aron Karlsson, kaupsýslumaður, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi í dag en hann er ákærður fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi vegna blekkinga í tengslum við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins. Í ákæruskjali segir: „Blekkingar ákærða fólust í að vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna annars vegar um verðmæti fasteignarinnar að Skúlagötu 51 og hins vegar eignarhald hennar." Fasteignin að Skúlagötu 51 var í eigu félagsins Vindasúlna ehf., sem Aron á með Karli föður sínum, en félagið hét áður Kirkjuhvoll ehf. og var á liðnum árum umsvifamikið í fasteignaviðskiptum hér á landi. Lögaðili er einnig ákærður, en það er félagið AK Fasteignir, sem áður hét 2007 ehf. Það tengist feðgunum einnig, en Karl Steingrímsson fer með prókúru fyrir félagið samkvæmt fyrirtækjaskrá. Í desember 2009 fékk Aron, samkvæmt ákærunni, Arion banka, Glitni banka og Íslandsbanka til þess að létta veðum upp á 575 milljónir króna á eigninni við Skúlagötu á grundvelli falsks kauptilboðs. Það sem bankarnir vissu ekki var að tilboðsgjafi, félagið 2007 ehf., hefði þá þegar eignast fasteignina með afsali. „Ákærði leyndi þá því að hann hefði þá þegar (...) afsalað fasteigninni fyrir hönd Vindasúlna ehf. til félagsins 2007 ehf," eins og segir í ákæru. Þá leyndi hann fyrir bönkunum að hann hefði á sama tíma samið um sölu eignarinnar til kínverska sendiráðsins upp á 7 milljónir dollara, jafnvirði 878 milljóna króna, en samkvæmt ákærunni lá fyrir nær „fullgert uppkast fasteignasala að slíkum samningi" í lok nóvember 2009, töluvert áður en hann réðst í það að fá bankana til að aflétta veðum af eigninni að Skúlagötu 51. Með þessu voru bankarnir hlunnfarnir í viðskiptunum upp á hundruð milljóna króna. Af söluandvirði fasteignarinnar runnu tæplega 115 milljónir króna inn á bankareikning í eigu Arons, sem er ávinningur hans af brotinu, samkvæmt ákærunni, en skaðabótakrafa bankanna tveggja og slitastjórnar Glitnis er öllu hærri, eða rúmlega 150 milljónir króna. Næsta fyrirtaka í málinu er á þriðjudag, en þá verður málflutningur um þá kröfu sérstaks saksóknara að Jón Þór Ólason hdl. víki sem verjandi AK Fasteigna, en saksóknarfulltrúi fór fram á það við þingfestingu málsins og vísaði til sakamálalaga, en í 4.mgr. 33. gr. þeirra kemur fram að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli. Tengdar fréttir Aron Karlsson: "Ég lýsi mig saklausan" "Ég lýsi mig saklausan af öllum sakargiftum,“ sagði Aron Karlsson kaupsýslumaður við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. maí 2012 14:25 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Aron Karlsson, kaupsýslumaður, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi í dag en hann er ákærður fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi vegna blekkinga í tengslum við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins. Í ákæruskjali segir: „Blekkingar ákærða fólust í að vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna annars vegar um verðmæti fasteignarinnar að Skúlagötu 51 og hins vegar eignarhald hennar." Fasteignin að Skúlagötu 51 var í eigu félagsins Vindasúlna ehf., sem Aron á með Karli föður sínum, en félagið hét áður Kirkjuhvoll ehf. og var á liðnum árum umsvifamikið í fasteignaviðskiptum hér á landi. Lögaðili er einnig ákærður, en það er félagið AK Fasteignir, sem áður hét 2007 ehf. Það tengist feðgunum einnig, en Karl Steingrímsson fer með prókúru fyrir félagið samkvæmt fyrirtækjaskrá. Í desember 2009 fékk Aron, samkvæmt ákærunni, Arion banka, Glitni banka og Íslandsbanka til þess að létta veðum upp á 575 milljónir króna á eigninni við Skúlagötu á grundvelli falsks kauptilboðs. Það sem bankarnir vissu ekki var að tilboðsgjafi, félagið 2007 ehf., hefði þá þegar eignast fasteignina með afsali. „Ákærði leyndi þá því að hann hefði þá þegar (...) afsalað fasteigninni fyrir hönd Vindasúlna ehf. til félagsins 2007 ehf," eins og segir í ákæru. Þá leyndi hann fyrir bönkunum að hann hefði á sama tíma samið um sölu eignarinnar til kínverska sendiráðsins upp á 7 milljónir dollara, jafnvirði 878 milljóna króna, en samkvæmt ákærunni lá fyrir nær „fullgert uppkast fasteignasala að slíkum samningi" í lok nóvember 2009, töluvert áður en hann réðst í það að fá bankana til að aflétta veðum af eigninni að Skúlagötu 51. Með þessu voru bankarnir hlunnfarnir í viðskiptunum upp á hundruð milljóna króna. Af söluandvirði fasteignarinnar runnu tæplega 115 milljónir króna inn á bankareikning í eigu Arons, sem er ávinningur hans af brotinu, samkvæmt ákærunni, en skaðabótakrafa bankanna tveggja og slitastjórnar Glitnis er öllu hærri, eða rúmlega 150 milljónir króna. Næsta fyrirtaka í málinu er á þriðjudag, en þá verður málflutningur um þá kröfu sérstaks saksóknara að Jón Þór Ólason hdl. víki sem verjandi AK Fasteigna, en saksóknarfulltrúi fór fram á það við þingfestingu málsins og vísaði til sakamálalaga, en í 4.mgr. 33. gr. þeirra kemur fram að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli.
Tengdar fréttir Aron Karlsson: "Ég lýsi mig saklausan" "Ég lýsi mig saklausan af öllum sakargiftum,“ sagði Aron Karlsson kaupsýslumaður við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. maí 2012 14:25 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Aron Karlsson: "Ég lýsi mig saklausan" "Ég lýsi mig saklausan af öllum sakargiftum,“ sagði Aron Karlsson kaupsýslumaður við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. maí 2012 14:25