Indísveitin Alt-J vann Mercury-verðlaunin 3. nóvember 2012 08:00 Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir plötuna An Awesome Wave.nordicphotos/getty Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira