Háhýsið var sagt glapræði Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Turninn við Höfðatorg var tekinn í notkun í ágúst 2009. Vísir/Anton Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira