Obama styrkir stöðu sína Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. nóvember 2012 11:12 Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. MYND/AFP Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, beri sigur úr býtum þegar Bandaríkjamenn greiða atkvæði á þriðjudaginn. Allra augu beinast nú að lykilríkinu Ohio þar sem frambjóðendurnir tveir, þeir Barack Obama, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, berjast nú um atkvæði kjósenda. Barátta Romney hverfist nú um Ohio og að tryggja sér þá átján kjörmenn sem ríkið gefur. Frambjóðendurnir gerðu hlé á kosningabaráttu sinni þegar stormurinn Sandy reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Fyrir vikið hefur Obama, sem nú hefur kynnt sér aðstæður á helstu hamfarasvæðum og rætt við íbúa í bæði New Jersey og New York, verið á allra vörum. Hann er sagður hafa styrkt stöðu sína verulega og sýnt sanna leiðtogatogahæfileika á erfiðum tímum. Þar að auki hefur jákvæð þróun orðið í atvinnumálum í Bandaríkjunum en rúmlega 170 þúsund ný störf voru sköpuð í síðasta mánuði. Frá upphafi hefur kosningabaráttan snúist um efnahags og atvinnusköpun, þannig hafa jákvæðar fregnir úr atvinnulífinu ýtt undir vinsældir Obama. Bandaríkjamenn ganga í kjörklefann á þriðjudaginn. Þangað til munu Obama og Romney ferðast um hins svokölluðu lykilríki, það er, þau ríki þar sem tvísýnt er með úrslit kosninga. Þetta eru meðal annars Virginía, Flórída, New Hampshire og Ohio. Ljóst er að á brattann er sækja fyrir Romney. Bandaríkjaforseti hefur hlotið mikið lof fyrir viðbrögð sín vegna stormsins Sandy, sem kostaði níutíu og sex manns lífið í Bandaríkjunum og olli gríðarlegu eigna- og efnahagstjóni. Þá hafa nokkrir stuðningsmenn Romney lofað frammistöðu Obama síðustu daga, þar á meðal er Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey sem varð einna verst úti í ofsaveðrinu, en hann er helsti fylgismaður Romneys. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, beri sigur úr býtum þegar Bandaríkjamenn greiða atkvæði á þriðjudaginn. Allra augu beinast nú að lykilríkinu Ohio þar sem frambjóðendurnir tveir, þeir Barack Obama, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, berjast nú um atkvæði kjósenda. Barátta Romney hverfist nú um Ohio og að tryggja sér þá átján kjörmenn sem ríkið gefur. Frambjóðendurnir gerðu hlé á kosningabaráttu sinni þegar stormurinn Sandy reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Fyrir vikið hefur Obama, sem nú hefur kynnt sér aðstæður á helstu hamfarasvæðum og rætt við íbúa í bæði New Jersey og New York, verið á allra vörum. Hann er sagður hafa styrkt stöðu sína verulega og sýnt sanna leiðtogatogahæfileika á erfiðum tímum. Þar að auki hefur jákvæð þróun orðið í atvinnumálum í Bandaríkjunum en rúmlega 170 þúsund ný störf voru sköpuð í síðasta mánuði. Frá upphafi hefur kosningabaráttan snúist um efnahags og atvinnusköpun, þannig hafa jákvæðar fregnir úr atvinnulífinu ýtt undir vinsældir Obama. Bandaríkjamenn ganga í kjörklefann á þriðjudaginn. Þangað til munu Obama og Romney ferðast um hins svokölluðu lykilríki, það er, þau ríki þar sem tvísýnt er með úrslit kosninga. Þetta eru meðal annars Virginía, Flórída, New Hampshire og Ohio. Ljóst er að á brattann er sækja fyrir Romney. Bandaríkjaforseti hefur hlotið mikið lof fyrir viðbrögð sín vegna stormsins Sandy, sem kostaði níutíu og sex manns lífið í Bandaríkjunum og olli gríðarlegu eigna- og efnahagstjóni. Þá hafa nokkrir stuðningsmenn Romney lofað frammistöðu Obama síðustu daga, þar á meðal er Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey sem varð einna verst úti í ofsaveðrinu, en hann er helsti fylgismaður Romneys.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira