„Við vitum að áföllin munu koma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2025 13:02 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis og María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík var birt í gær. Forseti Alþingis segir skýrsluna lýsa vel staðreyndum í aðdragandanda atburðanna. „Skýrslan svarar þeim álitamálum, þeim surningum sem þingsályktunartillagan sem samþykkt var vorið 2024 lagði upp með. Þetta er vönduð og ítarleg skýrsla,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skýrslan nái ágætlega utan um staðreyndir „Það var langur aðdragandi að því [skipun rannsóknarnefndar] og mér sýnist skýrslan ná ágætlega utan um það að lýsa staðreyndum og fara yfir það sem gerðist í aðdraganda snjóflóðsins. Fara yfir hættumat, skipulagsmál, samskipti og annað slíkt.“ Í skýrslunni voru tiltekin ýmis atriði í aðdraganda flóðsins sem betur hefðu mátt fara. Þórunn segir Íslendinga betur í stakk búna nú að takast á við atburði af álíka stærðargráðu. „Eftir snjóflóðið 1995 í Súðavík og á Flateyri þá voru ofanflóðavarnir endurskoðaðar á öllu landinu og það hafa verið byggðir varnargarðar. Almannavarnarkerfið hefur verið endurskoðað og allt skipulag er með öðrum hætti en fyrir 30 árum.“ Þórunn segir ekkert benda til þess að skipa þurfi rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins á Flateyri í október 1995 og sambærilegar óskir eftirlifenda ekki borist þar um. „Rannsóknarskýrsla talar auðvitað fyrir sig sjálf. Það er líka mjög mikilvægt að bæði þau sem höfðu áratugum saman beðið um slíka úttekt bregðist við. Að allir þeir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér efni hennar og tjáð sig um það óhikað.“ „Við vitum að áföllin munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim“ Skýrslan fer nú í hendur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem ræddi skýrsluna á fundi sínum í morgun. María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Flateyringur tók málið upp á Alþingi í morgun. „Þetta er mál sem stendur mér nærri sem Flateyringur og Vestfirðingur. Við erum góð í viðbragði en við gætum gert betur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Við erum áfallasamfélag, við kunnum að keyra í gegnum skafla en hvað svo?“ spurði María Rut. „Við verðum að vera betri að hlúa að fólki eftir að áfall á sér stað því samfélagið situr eftir með margar spurningar og opið sár. Við þekkjum þessa sögu og að mínu mati ættum við að setja allan fókus að tryggja að svo verði ekki aftur. Við vitum að áföllin þau munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim.“ María Rut nefndi dæmi um samfélög sem lent hafa í áföllum og sagði mikilvægt að fólk yrði ekki skilið eftir. „Við eigum líka nærtæk dæmi um áföll. Ég get nefnt Grindavík, Seyðisfjörð, Neskaupstað og víðar þar sem börn hafa setið eftir og fólk í samfélögunum með margar spurningar. Við verðum að geta tekið samtalið um hvað svo, ekki skilja fólkið eftir eitt með spurningarnar,“ sagði María Rut Kristinsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Almannavarnir Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík var birt í gær. Forseti Alþingis segir skýrsluna lýsa vel staðreyndum í aðdragandanda atburðanna. „Skýrslan svarar þeim álitamálum, þeim surningum sem þingsályktunartillagan sem samþykkt var vorið 2024 lagði upp með. Þetta er vönduð og ítarleg skýrsla,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skýrslan nái ágætlega utan um staðreyndir „Það var langur aðdragandi að því [skipun rannsóknarnefndar] og mér sýnist skýrslan ná ágætlega utan um það að lýsa staðreyndum og fara yfir það sem gerðist í aðdraganda snjóflóðsins. Fara yfir hættumat, skipulagsmál, samskipti og annað slíkt.“ Í skýrslunni voru tiltekin ýmis atriði í aðdraganda flóðsins sem betur hefðu mátt fara. Þórunn segir Íslendinga betur í stakk búna nú að takast á við atburði af álíka stærðargráðu. „Eftir snjóflóðið 1995 í Súðavík og á Flateyri þá voru ofanflóðavarnir endurskoðaðar á öllu landinu og það hafa verið byggðir varnargarðar. Almannavarnarkerfið hefur verið endurskoðað og allt skipulag er með öðrum hætti en fyrir 30 árum.“ Þórunn segir ekkert benda til þess að skipa þurfi rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins á Flateyri í október 1995 og sambærilegar óskir eftirlifenda ekki borist þar um. „Rannsóknarskýrsla talar auðvitað fyrir sig sjálf. Það er líka mjög mikilvægt að bæði þau sem höfðu áratugum saman beðið um slíka úttekt bregðist við. Að allir þeir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér efni hennar og tjáð sig um það óhikað.“ „Við vitum að áföllin munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim“ Skýrslan fer nú í hendur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem ræddi skýrsluna á fundi sínum í morgun. María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Flateyringur tók málið upp á Alþingi í morgun. „Þetta er mál sem stendur mér nærri sem Flateyringur og Vestfirðingur. Við erum góð í viðbragði en við gætum gert betur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Við erum áfallasamfélag, við kunnum að keyra í gegnum skafla en hvað svo?“ spurði María Rut. „Við verðum að vera betri að hlúa að fólki eftir að áfall á sér stað því samfélagið situr eftir með margar spurningar og opið sár. Við þekkjum þessa sögu og að mínu mati ættum við að setja allan fókus að tryggja að svo verði ekki aftur. Við vitum að áföllin þau munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim.“ María Rut nefndi dæmi um samfélög sem lent hafa í áföllum og sagði mikilvægt að fólk yrði ekki skilið eftir. „Við eigum líka nærtæk dæmi um áföll. Ég get nefnt Grindavík, Seyðisfjörð, Neskaupstað og víðar þar sem börn hafa setið eftir og fólk í samfélögunum með margar spurningar. Við verðum að geta tekið samtalið um hvað svo, ekki skilja fólkið eftir eitt með spurningarnar,“ sagði María Rut Kristinsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Almannavarnir Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira