Enski boltinn

Wenger: Við hefðum getað komið til baka með 11 menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger og Jack Wilshere.
Arsene Wenger og Jack Wilshere. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn tapa 1-2 á móti Manchester United í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gamli Arsenal-maðurinn Robin Van Persie kom United yfir strax á 3. mínútu og Arsenal endaði leikinn með tíu menn eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald.

„Byrjunin var ekki að hjálpa okkur því það var mikilvægt að lenda ekki í vandræðum á móti þeim sem var einmitt það sem gerðist. Við vorum mikið með boltann eftir að við lentum undir en tókst ekki að skapa okkur mikið," sagði Arsene Wenger.

„Þetta varð miklu erfiðara eftir að við lentum 0-2 undir og vorum bara orðnr tíu inn á vellinum. Við hefðum getað komið til baka með 11 menn. Mér fannst seinna gula spjaldið hjá Wilshere vera harður dómur," sagði Wenger.

„Við vorum svolítið óheppnir í þessum leik ekki síst með að fá á okkur vítaspyrnuna. Við fáum reyndar alltaf víti dæmt á okkur þegar við mætum Manchester United og því verðum við kannski bara að fara venjast því," sagði Wenger.

„Heilt yfir fengum við fleiri færi í þessum leik en í svona leik er alltaf mjög erfitt að lenda undir í upphafi leiks," sagði Wenger.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.