Hlustar á Erp og les Hugleik - grunar engan um Hringbrautargjörning 30. nóvember 2012 13:30 Stafirnir eins og þeir birtust borgarbúum í morgun "Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni. Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
"Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni.
Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23