Óveðrið í dag hefur valdið truflunum á rafmagnsdreifingu á Kjalarnesi. Staurar hafa brotnað og valdið rafmagnsleysi víða um sveitina. Tekist hefur að halda byggðakjarnanum í Grundarhverfi í sambandi.
Starfsmenn Orkuveitunnar hafa leitast við að koma á straumi á að nýju eftir varaleiðum en veðurhamurinn hamlar því að hægt sé að gera við þar sem tjón hefur orðið.
Meðan stormurinn geisar má búast við áframhaldandi truflunum eða rafmagnsleysi á Kjalarnesi. Vinnuflokkar Orkuveitunnar munu leitast við að koma á rafmagni að nýju, þar sem línur hafa slitnað, um leið og aðstæður leyfa.
Starfsmenn Orkuveitunnar hafa ýmsum verkefnum í dag vegna veðurhamsins en Kjalarnesið er eini hluti dreifisvæðisins sem enn hefur mátt þola skerta þjónustu.
