Innlent

Laxastofn Þjórsár gæti hrunið

Karl Lúðvíksson skrifar
Urriðafoss í Þjórsá
Urriðafoss í Þjórsá
Orri Vigfússon formaður NASF, Verndarsjóðs villta laxa, hefur tekið baráttuna fyrir tilverurétti laxastofnsins í Þjórsá upp á sína arma og hvertur til umtalsvert meiri rannsókna á lífríki árinnar áður en frekari ákvarðanir eru teknar um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár.

Í umsögn til Alþingis um rammaáætlun gerir NASF alvarlegar athugasemdir við að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir.

Birt með góðfúslegu leyfi SVFR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×