Innlent

Losuðu um 50 bíla í morgun

Nóttin var nokkuð annasöm hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Upp úr klukkan eitt fóru að berast aðstoðarbeiðnir frá ökumönnum sem sátu fastir í bílum sínum eftir nokkra snjókomu og skafrenning.

Sjö hópar björgunarmanna voru að til klukkan sex í morgun og losuðu ríflega 50 bíla. Einn hópurinn var eingöngu á Suðurlandsvegi, annar á Kjalarnesi en hinir fimm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

Björgunarsveitir í Varmahlíð og á Akureyri voru einnig kallaðar út í nótt vegna fastra bíla, en ekki var um neinn fjölda að ræða heldur einn í hvoru tilviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×