Þrettándanum fagnað með brennum 6. janúar 2012 13:49 Mynd/Pjetur Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar:Þrettándabrenna í Grafarholti Í Leirdal, við grasæfingasvæði Fram við enda Þorláksgeisla. Dagskrá verður sem hér segir: 19:30 Blysför frá Guðríðarkirkju með fánabera frá Árbúum, álfa og ynjur úr æskulýðsstarfi Guðríðarkirkju, unga álfaprinsa og prinsessur úr Fókus og skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar. Seldir verða kyndlar við anddyri kirkjunnar. 20:00 Söngskemmtun í Leirdal, skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts spilar, brennukóngur tendrar í þrettándabrennunni, spilað og sungið fyrir í þrettándasöng, jólasveinar koma í heimsókn og glæsileg flugeldasýning Fram.Þrettándagleði í Grafarvogi Föstudaginn 6. janúar verður hin árlega Þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæinn. Gleðin hefst kl. 17:00 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna þar sem skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. Blysför að brennunni og kveikt í kl. 17:45. Við tekur skemmtun og söngur á sviði. Gleðin endar á skot kökusýningu í boði Íslenska gámafélagsins Allir velkomnir!Þrettándahátíð í Vesturbæ Þrettándahátíð Vesturbæjar verður sem fyrri ár haldin með pompi og prakt. Venju samkvæmt verður safnast saman við Frostaskjól, á svæði KR, Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og Do Re Mí. Barna- og stúlknakór Neskirkju taka á móti gestum með ljúfum söng og KR flugeldar verða með kyndla til sölu. Formaður hverfisráðs Vesturbæjar mun svo senda skrúðgöngu af stað með stuttu ávarpi og munu Ægisbúar leiða viðburðaríka gönguna ásamt lúðrablásurum að brennustæðinu á Ægisíðu. Brennan verður tendruð um kl. 18:30. Kakó og kleinur verða gefnar á meðan byrgðir endast, fjöldasöngur verður og Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna. Um klukkan 18:50 sjá KR flugeldar svo um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu að hætti hússins! Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar:Þrettándabrenna í Grafarholti Í Leirdal, við grasæfingasvæði Fram við enda Þorláksgeisla. Dagskrá verður sem hér segir: 19:30 Blysför frá Guðríðarkirkju með fánabera frá Árbúum, álfa og ynjur úr æskulýðsstarfi Guðríðarkirkju, unga álfaprinsa og prinsessur úr Fókus og skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar. Seldir verða kyndlar við anddyri kirkjunnar. 20:00 Söngskemmtun í Leirdal, skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts spilar, brennukóngur tendrar í þrettándabrennunni, spilað og sungið fyrir í þrettándasöng, jólasveinar koma í heimsókn og glæsileg flugeldasýning Fram.Þrettándagleði í Grafarvogi Föstudaginn 6. janúar verður hin árlega Þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæinn. Gleðin hefst kl. 17:00 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna þar sem skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. Blysför að brennunni og kveikt í kl. 17:45. Við tekur skemmtun og söngur á sviði. Gleðin endar á skot kökusýningu í boði Íslenska gámafélagsins Allir velkomnir!Þrettándahátíð í Vesturbæ Þrettándahátíð Vesturbæjar verður sem fyrri ár haldin með pompi og prakt. Venju samkvæmt verður safnast saman við Frostaskjól, á svæði KR, Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og Do Re Mí. Barna- og stúlknakór Neskirkju taka á móti gestum með ljúfum söng og KR flugeldar verða með kyndla til sölu. Formaður hverfisráðs Vesturbæjar mun svo senda skrúðgöngu af stað með stuttu ávarpi og munu Ægisbúar leiða viðburðaríka gönguna ásamt lúðrablásurum að brennustæðinu á Ægisíðu. Brennan verður tendruð um kl. 18:30. Kakó og kleinur verða gefnar á meðan byrgðir endast, fjöldasöngur verður og Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna. Um klukkan 18:50 sjá KR flugeldar svo um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu að hætti hússins!
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira