Innlent

Þrír karlmenn handteknir í nótt grunaðir um innbrot

Lögreglan handtók i nótt þrjá karlmenn, grunaða um innbrot í tölvulager í iðnaðarhúsi við Höfðabakka.

Það var öryggisvörður sem sá bíl ekið frá innbrortsstaðnum og náði númeri hans, og leiddi það til handtöku mannanna nokkru síðar.

Í fljótu bragði er að minnstakosti tveggja fartölva saknað, en þeir vour ekki með þær í fórum sínum þegar þeir voru handteknir. Þeir verða yfirheyrðir nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×