Plus500 býður fjárfestum að veðja á verðbreytingar 5. febrúar 2012 12:10 Nú hefur fyrirtækið opnað heimasíðu á íslensku undir .is léni og reynir þar að lokka íslendinga í viðskipti. mynd/Plus500.is Bresk vefsíða sem býður fjárfestum upp á skuldsetta stöðutöku í hlutabréfum, hrávöru og gjaldmiðlum án þess að raunveruleg viðskipti liggi að baki stöðutökunni reynir nú að lokka íslenska fjárfesta í viðskipti. Fjármálaeftirlit erlendis hafa varað við síðunni. Plus500 er breskt fyrirtæki sem rekur fjárfestaþjónustu á netinu á heimasíðunni plus500.com. Fyrirtækið gerir fjárfestum kleift að opna reikning í gegnum netið með kreditkorti, og byrja svo strax að veðja á verðbreytingar á mörkuðum, hvort sem er með hlutabréf, hrávöru eins og gull og olíu eða gjaldmiðla. Þetta gerir fyrirtækið með svokölluðum CFD samningum, en það eru afleiðusamningar sem fela í sér að fjárfestarnir eiga aldrei eignirnar sem eru undirliggjandi - fjárfestirinn græðir til dæmis þegar hlutabréfaverð fyrirtækis sem hann hefur veðjað á hækkar, en hann á þó ekki bréfin og fær ekki arð eða atkvæðisrétt á aðalfundi. Í ofanálag er stöðutakan skuldsett, svo litlar breytingar á verði eignanna geta orsakað mikið tap. Nú hefur fyrirtækið opnað heimasíðu á íslensku undir .is léni og reynir þar að lokka íslendinga í viðskipti. Plus500 fékk starfsleyfi hjá breska fjármálaeftirlitinu árið 2010, en fyrir þann tíma höfðu fjármálaeftirlit þó nokkurra ríkja varað þegna sína við fyrirtækinu, þar á meðal Noregur, Belís og Kýpur. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um helgina, bæði í gegnum uppgefin númer hjá breska fjármálaeftirlitinu og tölvupóst, án árangurs. Litlar upplýsingar er að finna um skráða aðstandendur fyrirtækisins. Nokkur fjöldi netverja hefur kvartað yfir fyrirtækinu á erlendum spjallsíðum, og hafa meðal annars sakað það um óheiðarlega viðskiptahætti. Viðmælendur fréttastofu hjá Fjármálaeftirlitinu könnuðust ekki við að málefni fyrirtækisins hefðu komið inn á borð eftirlitsins hér á landi, en Unnur Gunnarsdóttir, lögfræðingur FME, segir að almennt gildi að fyrirtæki með starfsleyfi innan EES hafi mjög víðtækar heimildir til að halda úti starfsemi þvert á landamæri. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Bresk vefsíða sem býður fjárfestum upp á skuldsetta stöðutöku í hlutabréfum, hrávöru og gjaldmiðlum án þess að raunveruleg viðskipti liggi að baki stöðutökunni reynir nú að lokka íslenska fjárfesta í viðskipti. Fjármálaeftirlit erlendis hafa varað við síðunni. Plus500 er breskt fyrirtæki sem rekur fjárfestaþjónustu á netinu á heimasíðunni plus500.com. Fyrirtækið gerir fjárfestum kleift að opna reikning í gegnum netið með kreditkorti, og byrja svo strax að veðja á verðbreytingar á mörkuðum, hvort sem er með hlutabréf, hrávöru eins og gull og olíu eða gjaldmiðla. Þetta gerir fyrirtækið með svokölluðum CFD samningum, en það eru afleiðusamningar sem fela í sér að fjárfestarnir eiga aldrei eignirnar sem eru undirliggjandi - fjárfestirinn græðir til dæmis þegar hlutabréfaverð fyrirtækis sem hann hefur veðjað á hækkar, en hann á þó ekki bréfin og fær ekki arð eða atkvæðisrétt á aðalfundi. Í ofanálag er stöðutakan skuldsett, svo litlar breytingar á verði eignanna geta orsakað mikið tap. Nú hefur fyrirtækið opnað heimasíðu á íslensku undir .is léni og reynir þar að lokka íslendinga í viðskipti. Plus500 fékk starfsleyfi hjá breska fjármálaeftirlitinu árið 2010, en fyrir þann tíma höfðu fjármálaeftirlit þó nokkurra ríkja varað þegna sína við fyrirtækinu, þar á meðal Noregur, Belís og Kýpur. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um helgina, bæði í gegnum uppgefin númer hjá breska fjármálaeftirlitinu og tölvupóst, án árangurs. Litlar upplýsingar er að finna um skráða aðstandendur fyrirtækisins. Nokkur fjöldi netverja hefur kvartað yfir fyrirtækinu á erlendum spjallsíðum, og hafa meðal annars sakað það um óheiðarlega viðskiptahætti. Viðmælendur fréttastofu hjá Fjármálaeftirlitinu könnuðust ekki við að málefni fyrirtækisins hefðu komið inn á borð eftirlitsins hér á landi, en Unnur Gunnarsdóttir, lögfræðingur FME, segir að almennt gildi að fyrirtæki með starfsleyfi innan EES hafi mjög víðtækar heimildir til að halda úti starfsemi þvert á landamæri.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira