Hu hvetur til atlögu gegn spillingunni 9. nóvember 2012 07:00 Hinn aldni Jiang Zemin, sem var leiðtogi Kína árin 1989 til 2002, mætti á átjánda flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins, sem hófst í gær og stendur í viku. Fréttablaðið/AP Leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins leggja áherslu á að vinna gegn spillingu ráðamanna, sem virðist hafa grafið eitthvað undan tiltrú landsmanna til flokksins undanfarið. „Enginn er yfir lögin hafinn,“ sagði Hu Jintao, leiðtogi flokksins, í ræðu sinni á 18. landsþingi flokksins sem hófst í Peking í gær. „Ef okkur ferst ekki vel við að takast á við þetta mál, þá gæti það reynst flokknum örlagaríkt, og jafnvel leitt af sér hrun flokksins og fall ríkisins.“ Á landsþinginu, sem stendur í viku, lætur Hu af embætti sem aðalritari Kommúnistaflokksins. Við tekur Xi Jinping, sem lengi hefur verið háttsettur í flokknum. Í mars á næsta ári er svo ráðgert að Xi taki við af Hu sem forseti Kína. Fleiri mannabreytingar eru fyrirhugaðar á þessu þingi. Meðal annars taka nýir menn við í níu manna fastanefnd framkvæmdastjórnar flokksins, einni valdamestu stofnun flokksins. Landsþing flokksins eru haldin á fimm ára fresti, og þá er öllu tjaldað til. Farið er yfir starf síðustu fimm ára og næstu ár skipulögð. Nokkur ólga hefur verið í kínversku samfélagi síðustu árin og gagnrýni á spillta ráðamenn víða í borgum og bæjum landsins verið óvenju opinská. Merki sáust um óánægju landsmanna meðal annars í gær þegar konu einni tókst að kasta pappírstætlum upp í loftið á Tiananmen-torgi í Peking, rétt fyrir utan Höll alþýðunnar í Peking þar sem landsþing flokksins er haldið. Um leið hrópaði konan: „Bófar og ræningjar“, eins og algengt er að gera þegar spilltir ráðamenn sveitarfélaga eru gagnrýndir. Hneykslismál meðal ráðamanna hafa verið óvenju áberandi þetta árið, í aðdraganda þessa flokksþings. Þannig var Bo Xilai, einn æðstu ráðamanna flokksins, rekinn úr flokknum og öllum embættum í kjölfar þess að eiginkona hans var dæmd fyrir að myrða breskan kaupsýslumann fyrr á árinu. Þessi hneykslismál virðast hafa veikt stöðu Hus nokkuð, bæði innan flokks og út á við. Hann leggur því alla áherslu á að bæta ímynd sína, meðal annars með því að hvetja félaga sína til að ráðast gegn atlögu gegn spillingunni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins leggja áherslu á að vinna gegn spillingu ráðamanna, sem virðist hafa grafið eitthvað undan tiltrú landsmanna til flokksins undanfarið. „Enginn er yfir lögin hafinn,“ sagði Hu Jintao, leiðtogi flokksins, í ræðu sinni á 18. landsþingi flokksins sem hófst í Peking í gær. „Ef okkur ferst ekki vel við að takast á við þetta mál, þá gæti það reynst flokknum örlagaríkt, og jafnvel leitt af sér hrun flokksins og fall ríkisins.“ Á landsþinginu, sem stendur í viku, lætur Hu af embætti sem aðalritari Kommúnistaflokksins. Við tekur Xi Jinping, sem lengi hefur verið háttsettur í flokknum. Í mars á næsta ári er svo ráðgert að Xi taki við af Hu sem forseti Kína. Fleiri mannabreytingar eru fyrirhugaðar á þessu þingi. Meðal annars taka nýir menn við í níu manna fastanefnd framkvæmdastjórnar flokksins, einni valdamestu stofnun flokksins. Landsþing flokksins eru haldin á fimm ára fresti, og þá er öllu tjaldað til. Farið er yfir starf síðustu fimm ára og næstu ár skipulögð. Nokkur ólga hefur verið í kínversku samfélagi síðustu árin og gagnrýni á spillta ráðamenn víða í borgum og bæjum landsins verið óvenju opinská. Merki sáust um óánægju landsmanna meðal annars í gær þegar konu einni tókst að kasta pappírstætlum upp í loftið á Tiananmen-torgi í Peking, rétt fyrir utan Höll alþýðunnar í Peking þar sem landsþing flokksins er haldið. Um leið hrópaði konan: „Bófar og ræningjar“, eins og algengt er að gera þegar spilltir ráðamenn sveitarfélaga eru gagnrýndir. Hneykslismál meðal ráðamanna hafa verið óvenju áberandi þetta árið, í aðdraganda þessa flokksþings. Þannig var Bo Xilai, einn æðstu ráðamanna flokksins, rekinn úr flokknum og öllum embættum í kjölfar þess að eiginkona hans var dæmd fyrir að myrða breskan kaupsýslumann fyrr á árinu. Þessi hneykslismál virðast hafa veikt stöðu Hus nokkuð, bæði innan flokks og út á við. Hann leggur því alla áherslu á að bæta ímynd sína, meðal annars með því að hvetja félaga sína til að ráðast gegn atlögu gegn spillingunni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira