Innlent

Vorþing Norðurlandaráðs - Halldór Ásgríms mættur aftur á þing

Mynd/GVA
Norðurlandaráð heldur í dag vorþing með áherslu á norðurslóðir í Alþingishúsinu. Á heimasíðu Alþingis segir að rætt verði um málefni norðurskautsins út frá umhverfis-, jafnréttis- og velferðarsjónarmiðum.

„Meðal þess sem fjallað verður um eru tillögur um samræmda stefnumörkun Norðurlandanna í norðurskautsmálum, fjármögnun á auknum björgunarviðbúnaði á norðurskautssvæðinu, umhverfisvernd og olíu- og gasvinnslu á norðurskautssvæðum og um málefni frumbyggja á norðurskautssvæðum."

Þá segir að vorþingið sé nýmæli í störfum ráðsins og ber upp á dag Norðurlandanna. „Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandaráð fundar í Alþingishúsinu en á hinum Norðurlöndunum hefur ráðið jafnan fundað í þjóðþingunum."

Norðurlandaráð er skipað 87 þingmönnum frá öllum Norðurlöndunum. Íslandsdeild Norðurlandaráðs skipa Helgi Hjörvar formaður, Álfheiður Ingadóttir varaformaður, Árni Þór Sigurðsson, Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Lúðvík Geirsson og Siv Friðleifsdóttir.

Halldór Ásgrímsson mættur aftur í þingsal
Mynd/GVA
Þá vekur athygli að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður til fjölda ára er aftur sestur í þingsalinn. Ástæða þess að Halldór er á staðnum er sú að hann er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, en þeirri stöðu hefur hann gegnt frá ársbyrjun 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×