Innlent

Litlir krimmar fæðast út á götu - þurfum að fara út að hjálpa

„Við erum alltaf að skilgreina vandann í klessu en það er engin úti á götu að vinna, nema lögreglan, sem nennir ekki að eltast við einhverja krakka í neyslu," segir Mummi sem var eitt sinn kenndur við Mótorsmiðjuna, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Þar fór Mummi vítt og breytt yfir stöðu ungmenna í vandræðum og var meðal annars spurður um ferlið frá ungmenni í vanda til glæpamanns. Mummi sagðist þekkja fæðingu glæpamanna vel. Hann sagði stöðuna í dag alvarlega, „og það sýnir sig best að umræðan í dag snýst helst um það að byggja fangelsi," sagði Mummi.

Hann segir að það þurfi að stokka upp hjá barnaverndaryfirvöldum og að fræðingarnir þurfi að líta upp úr tölvunum og fara út á götuna þar sem, „litlir krimmar," verða til eins og Mummi orðaði það.

„Það þarf að laga öryggisnetið," sagði Mummi. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×