Skoða rammalöggjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. mars 2012 19:00 Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. Efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í dag skýrslu um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í skýrslunni er farið yfir orsakir hrunsins og fjármálakreppuna í kjölfar þess í alþjóðlegu samhengi. Þá hefur ráðherra skipað þriggja manna sérfræðingahóp sem mun fara yfir skýrsluna og leggja fram tillögur til frumvarps fyrir næsta haustþing um samræmda heildarlöggjöf. „Til þess að koma í veg fyrir að það geti nokkurn tímann aftur gert að fjármálakerfi fúi að innan, vaxi okkur yfir höfuð og hrynji síðan yfir okkur, það má aldrei gerast aftur og þetta er liður í þeirri vinnu að það svo verði," segir Steingrímur J. Sigfússon. Hann segir eitt einkenni hrunsins vera að eftirlit með fjármálakerfinu var of mikið miðað við einstaka einingar þegar í raun var heildarkerfið ekki í lagi. „En kannski voru brotalamirnar ekki síst í því að stjórnvöld, löggjafi og framkvæmdavald voru ekki í þeim skipulagslegu tengslum sem þurfti og ábyrgðin lá á mörgum stöðum," segir Steingrímur. Meðal hugmynda í skýrslunni eru regnhlífarlög allra fjármálafyrirtækja til að tryggja að sömu ákvæði gildi um alla. Eftirlit með slíkum lögum væri þá í höndum svokallaðs stöðugleikaráðs. „Þarna þurfa aðilar að geta komið saman eins og ráðuneyti, FME, Seðlabanki og jafnvel fleiri sem geta á slíkum vettvangi sameiginlega metið stöðuna," segir Steingrímur og bætir við: „Það er ein af hugmyndunum sem þarna er reifuð að sett verði regnhlífarlög sem taka sérstaklega á og ganga frá því hver ber ábyrgð á fjármálastöðugleika hver hefur frumkvæðisskyldu og aðgerðarskyldu gagnvart þeim hlutum, hvernig vinnur kerfið saman og allar upplýsingar komi saman á einn stað þar sem einhver myndugur aðili getur tekið það saman og fylgst með því nú vitum við að það er ekki nóg að fylgjast með hverri stofnun fyrir sig ef allur skógurinn er sýktur." Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rammalöggjöf um alla starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja og fjármálastöðugleikaráð er meðal hugmynda sem starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mun skoða á næstu mánuðum. Ráðherra vonast til að með slíkum aðgerðum megi styrkja fjármálakerfið og koma í veg fyrir annað hrun. Efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í dag skýrslu um framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því. Í skýrslunni er farið yfir orsakir hrunsins og fjármálakreppuna í kjölfar þess í alþjóðlegu samhengi. Þá hefur ráðherra skipað þriggja manna sérfræðingahóp sem mun fara yfir skýrsluna og leggja fram tillögur til frumvarps fyrir næsta haustþing um samræmda heildarlöggjöf. „Til þess að koma í veg fyrir að það geti nokkurn tímann aftur gert að fjármálakerfi fúi að innan, vaxi okkur yfir höfuð og hrynji síðan yfir okkur, það má aldrei gerast aftur og þetta er liður í þeirri vinnu að það svo verði," segir Steingrímur J. Sigfússon. Hann segir eitt einkenni hrunsins vera að eftirlit með fjármálakerfinu var of mikið miðað við einstaka einingar þegar í raun var heildarkerfið ekki í lagi. „En kannski voru brotalamirnar ekki síst í því að stjórnvöld, löggjafi og framkvæmdavald voru ekki í þeim skipulagslegu tengslum sem þurfti og ábyrgðin lá á mörgum stöðum," segir Steingrímur. Meðal hugmynda í skýrslunni eru regnhlífarlög allra fjármálafyrirtækja til að tryggja að sömu ákvæði gildi um alla. Eftirlit með slíkum lögum væri þá í höndum svokallaðs stöðugleikaráðs. „Þarna þurfa aðilar að geta komið saman eins og ráðuneyti, FME, Seðlabanki og jafnvel fleiri sem geta á slíkum vettvangi sameiginlega metið stöðuna," segir Steingrímur og bætir við: „Það er ein af hugmyndunum sem þarna er reifuð að sett verði regnhlífarlög sem taka sérstaklega á og ganga frá því hver ber ábyrgð á fjármálastöðugleika hver hefur frumkvæðisskyldu og aðgerðarskyldu gagnvart þeim hlutum, hvernig vinnur kerfið saman og allar upplýsingar komi saman á einn stað þar sem einhver myndugur aðili getur tekið það saman og fylgst með því nú vitum við að það er ekki nóg að fylgjast með hverri stofnun fyrir sig ef allur skógurinn er sýktur."
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira