Innlent

Vigdís brosir út að eyrum vegna netkönnunar

„Þessar niðurstöður eru bara glæsilegar og ég brosi hérna út að eyrum," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þegar í ljós kom hver niðurstaða könnunar þáttarins sem lesendur Vísis taka þátt í var.

Þar var kannaður vilji lesenda hvort þeir vildu greiða atkvæði um það hvort það ætti að halda áfram aðildarumræðum við ESB. Vigdís hefur lagt til að vilji þjóðarinnar verði kannaður í forsetakosningunum 30. júní næstkomandi. Netkönnun Vísis spurði hinsvegar hvort það ætti að halda aðildarviðræðum áfram.

Niðurstaðan var sem sagt sú að tæp 70 prósent þeirra sem þátt tóku segjast vilja hætta aðildarviðræðum.

Vigdís segir niðurstöðuna samhljóma eigin tilfinningu. Andstaða við ESB fer sívaxandi hér á landi að hennar mati. Henni finnst kominn tími til þess að kanna almennilega vilja þjóðarinnar til aðildarviðræðna. Hægt er að hlusta á viðtali við Vigdísi í Reykjavík síðdegis hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×