Innlent

"Augljóst að ákvörðunin var tekin fyrir löngu"

„Þetta einkennir hans feril," sagði Grétar. „Hann gerir hluti sem ekki er búist við af honum."
„Þetta einkennir hans feril," sagði Grétar. „Hann gerir hluti sem ekki er búist við af honum."
Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur, segir að það sé augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fyrir löngu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér að gegna embætti áfram.

Eins og greint hefur verið frá hefur Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að gefa kost á sér að gegna embætti forseta Íslands áfram. Neðsta málsgrein yfirlýsingarinnar hefur vakið sérstaka athygli en þar segir Ólafur að hann muni mögulega hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilinu lýkur.

„Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðuleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella," segir í yfirlýsingu Ólafs.

Grétar segir að yfirlýsingin bendi til þess að Ólafur hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér aftur fyrir nokkru. „Þetta hljómar ekki eins og ákvörðun sem var tekin í gær eða fyrradag," sagði Grétar.

„Það er mögulega hægt að færa rök fyrir því að Ólafur vilji að kjósendur viti að hverju þau ganga áður en stjórnarskrárbreytingar fara fram. En þau rök sem Ólafur notar til að áskila sér rétt til að hætta eftir einhvern tíma hljóma eins og að hann hafi fyrir löngu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér," sagði Grétar.

Grétar bendir á að Ólafur hafi troðið í nýjar slóðir á sínu kjörtímabili og að yfirlýsingin sem hann gaf frá sér í dag sem enn eitt dæmið um það.

„Þetta einkennir hans feril," sagði Grétar. „Hann gerir hluti sem ekki er búist við af honum."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×