Lyfjaefna ekki getið á umbúðum 26. janúar 2012 06:30 Bönnuð efni Tíu vörur eru á lista bannaðra fæðubótarefna og vara sem auka eiga kyngetu karla. Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum. Matvælastofnun (MAST) vekur á vef sínum athygli á nýjum upplýsingum frá spænsku lyfjastofnuninni um vörur af þessum toga sem allar reyndust innihalda virk lyfjaefni. Í flestum tilfellum var um að ræða efnin tadalafil, sildenafil eða sildenafil hliðstæður án þess að efnanna væri getið á umbúðum varanna. „Ein varanna innihélt lyfjaefnið Phentolamine sem meðal annars hefur verið notað við getuleysi," segir á vef MAST, en samkvæmt innihaldslýsingum áttu vörurnar að innihalda mismunandi blöndur af jurtum. Lyfjaefni þau sem fundust í fæðubótarefnunum ætti aldrei að nota nema í samráði við lækni, segir MAST, þar sem þau geti verið skaðleg heilsu séu þau ekki notuð á réttan hátt. „Vara/fæðubótarefni sem innihalda þessi lyfjaefni teljast hættuleg matvæli, sérstaklega þegar efnanna er ekki getið á umbúðum varanna." Ekki er vitað til þess að efnin hafi verið hér í sölu en eftirlit með fæðubótarefnum er í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. „Hins vegar eru vörurnar allar eða hafa verið til sölu í póstverslun í gegnum internetið," bendir MAST á og hvetur fólk til að kaupa hvorki vörurnar né neyta þeirra. - óká Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum. Matvælastofnun (MAST) vekur á vef sínum athygli á nýjum upplýsingum frá spænsku lyfjastofnuninni um vörur af þessum toga sem allar reyndust innihalda virk lyfjaefni. Í flestum tilfellum var um að ræða efnin tadalafil, sildenafil eða sildenafil hliðstæður án þess að efnanna væri getið á umbúðum varanna. „Ein varanna innihélt lyfjaefnið Phentolamine sem meðal annars hefur verið notað við getuleysi," segir á vef MAST, en samkvæmt innihaldslýsingum áttu vörurnar að innihalda mismunandi blöndur af jurtum. Lyfjaefni þau sem fundust í fæðubótarefnunum ætti aldrei að nota nema í samráði við lækni, segir MAST, þar sem þau geti verið skaðleg heilsu séu þau ekki notuð á réttan hátt. „Vara/fæðubótarefni sem innihalda þessi lyfjaefni teljast hættuleg matvæli, sérstaklega þegar efnanna er ekki getið á umbúðum varanna." Ekki er vitað til þess að efnin hafi verið hér í sölu en eftirlit með fæðubótarefnum er í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. „Hins vegar eru vörurnar allar eða hafa verið til sölu í póstverslun í gegnum internetið," bendir MAST á og hvetur fólk til að kaupa hvorki vörurnar né neyta þeirra. - óká
Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira