Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár 26. janúar 2012 03:00 Áform um nýja ferju kynnt Fulltrúar frá Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Siglingastofnun kynntu áform um smíði nýrrar ferju á blaðamannafundi í gær.Fréttablaðið/gva Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira