Kolófært víða, snjóflóðahætta og rafmagnsleysi 26. janúar 2012 06:39 Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Hellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs og eru Hellisheiði og Þrengsli enn ófær, en Reykjanesbraut var opnuð til suðurs fyrir hálftíma. Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu voru kallaðar út í gærkvöldi og hafa ásamt lögreglu aðstoðað fólk í vandræðum í alla nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fékk á annað hundrað beiðnir um aðstoð í nótt frá fólki, sem sat fast í bílum sínum í mikilli ófærð, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Fjöldi manns, bæði starfsmenn og flugfarþegar hafa hafist við í Leifsstöð í nótt, auk þess sem margir leituðu á hótel í Keflavík og í athvarf sem Rauðikrossinn opnaði í Holtaskóla í Keflavík. Seinkun er á vélunum frá Bandaríkjunum og ljóst að brottför allra véla til Evrópu seinkar, en allar tímasetningar um opnun vega og framvindu flugsins eru óljósar á þessari stundu. Það er líka þegar búið að seina innanlandsflugi frá Reykjavík.- Það er líka ófærð fyrir austan fjall og mikil ófærð er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lögregla hvetur fólk til að leggja ekki af stað fyrr en búið er að ryðja helstu leiðir. Búist er við að allur strætisvagnaakstur fari úr skorðum. Mikið snjóaði á Vestfjörðum í gærkvöldi og í nótt, og var sveitabær í Syðridal við Bolungavík rýmdur undir miðnætti vegna snjóflóðahættu. Fyrr um kvöldið hafði bær verið rýmdur í Hnífsdal og tvö íbúðarhús á Ísafirði, sem eru í grennd við iðnaðarsvæðið , sem rýmt var í gærdag. Undir morgun fluttu björgunarsveitarmenn á Ísafyrði ófríska konu á sjúkrahúsið þar, eftir að hún tók léttasóttina. Ekkert er vitað hvort eða hvar snjóflóð hafa fallið í nótt, þar sem ofankoma, myrkur og skafrenningskóf hefur birgt snjóeftirlitsmönnum alla sýn. Ófært er um alla Vestfirði, bæði á fjallvegum og í þéttbýli og samkvæmt veðurstofunni er óvissuástand vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi, hættustig vegna snjóflóða í Hnífsdal og á Ísafirði og Veðurstofan varar enn við hvassviðri á norðvestanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn komu fólki til hjálpar í gærkvöldi þar sem það sat fast á milli tveggja snjóflóða á Ólafsfjarðarvegi , norðan við Dalvík, og einnig þurfti að aðstoða ökumenn á Holtavörðuheiði, við Hvammstanga, á Fellsströnd í Dölum og sjálfsagt víðar.- Rafmagnslaust hefur verið á norðausturhorni landsins síðan í gærkvöldi að raflína frá Laxárvirkjun að Kópaskeri slitnaði. Sleðaflokkar björgunarsveitarmanna ásamt rafvirkjum hafa verið að brjótast í ófærð að biluninni og er viðgerð væntanlega að hefjast, en varaaflstöðvar hafa verið keyrðar til að sinna brýnustu raforkuþörf. Skólahaldi er víða aflýst vegna óveðurs og er foreldrum bent á að hafa samband við skólana, eða skoða heimasíður þeirra. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Hellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs og eru Hellisheiði og Þrengsli enn ófær, en Reykjanesbraut var opnuð til suðurs fyrir hálftíma. Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu voru kallaðar út í gærkvöldi og hafa ásamt lögreglu aðstoðað fólk í vandræðum í alla nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fékk á annað hundrað beiðnir um aðstoð í nótt frá fólki, sem sat fast í bílum sínum í mikilli ófærð, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Fjöldi manns, bæði starfsmenn og flugfarþegar hafa hafist við í Leifsstöð í nótt, auk þess sem margir leituðu á hótel í Keflavík og í athvarf sem Rauðikrossinn opnaði í Holtaskóla í Keflavík. Seinkun er á vélunum frá Bandaríkjunum og ljóst að brottför allra véla til Evrópu seinkar, en allar tímasetningar um opnun vega og framvindu flugsins eru óljósar á þessari stundu. Það er líka þegar búið að seina innanlandsflugi frá Reykjavík.- Það er líka ófærð fyrir austan fjall og mikil ófærð er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lögregla hvetur fólk til að leggja ekki af stað fyrr en búið er að ryðja helstu leiðir. Búist er við að allur strætisvagnaakstur fari úr skorðum. Mikið snjóaði á Vestfjörðum í gærkvöldi og í nótt, og var sveitabær í Syðridal við Bolungavík rýmdur undir miðnætti vegna snjóflóðahættu. Fyrr um kvöldið hafði bær verið rýmdur í Hnífsdal og tvö íbúðarhús á Ísafirði, sem eru í grennd við iðnaðarsvæðið , sem rýmt var í gærdag. Undir morgun fluttu björgunarsveitarmenn á Ísafyrði ófríska konu á sjúkrahúsið þar, eftir að hún tók léttasóttina. Ekkert er vitað hvort eða hvar snjóflóð hafa fallið í nótt, þar sem ofankoma, myrkur og skafrenningskóf hefur birgt snjóeftirlitsmönnum alla sýn. Ófært er um alla Vestfirði, bæði á fjallvegum og í þéttbýli og samkvæmt veðurstofunni er óvissuástand vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi, hættustig vegna snjóflóða í Hnífsdal og á Ísafirði og Veðurstofan varar enn við hvassviðri á norðvestanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn komu fólki til hjálpar í gærkvöldi þar sem það sat fast á milli tveggja snjóflóða á Ólafsfjarðarvegi , norðan við Dalvík, og einnig þurfti að aðstoða ökumenn á Holtavörðuheiði, við Hvammstanga, á Fellsströnd í Dölum og sjálfsagt víðar.- Rafmagnslaust hefur verið á norðausturhorni landsins síðan í gærkvöldi að raflína frá Laxárvirkjun að Kópaskeri slitnaði. Sleðaflokkar björgunarsveitarmanna ásamt rafvirkjum hafa verið að brjótast í ófærð að biluninni og er viðgerð væntanlega að hefjast, en varaaflstöðvar hafa verið keyrðar til að sinna brýnustu raforkuþörf. Skólahaldi er víða aflýst vegna óveðurs og er foreldrum bent á að hafa samband við skólana, eða skoða heimasíður þeirra.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira