Innlent

Lögregla lætur vel af hátíðinni Á góðri stund

BBI skrifar
Myndin er tekin á hátíðinni í fyrra.
Myndin er tekin á hátíðinni í fyrra. Mynd/Pjetur
Lögreglan á Snæfellsnesi segir hátíðina Á góðri stund í Grundarfirði hafa farið vel fram að mestu. Mjög mikil ölvun var á svæðinu þar sem yfir 4000 manns komu saman, hlustuðu á tónlist og dönsuðu.

Nokkur fíkniefnamál komu upp, eitt umferðaróhapp varð, fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Átök brutust út á aðfaranótt laugardagsins með þeim afleiðingum að þrír voru teknir úr umferð og gistu fangageymslu.

Lítilsháttar slys varð þegar ölvaður maður féll af bryggju og lenti á grjóthleðslu og í sjónum. Hann var fluttur til Reykjavíkur en mun ekki vera alvarlega slasaður.

Að öðru leyti dró ekki til tíðinda hjá lögreglu sem lét vel af hátíðinni og hrósaði happi yfir veðurblíðunni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×