Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:10 Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira