Innlent

Um 80% vilja að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áttatíuprósent þeirra sem svöruðu Netkönnun Reykjavík síðdegis hér á Vísi vilja að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einungis 20% atkvæðabærra manna vilja það ekki. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vildi að tilteknar spurningar um stjórnarskrána yrði lagðar í þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar. Nú er orðið ljóst að ekkert verður úr því en Reykjavík síðdegis ákvað engu að síður að leggja spurningarnar fyrir Vísi. Alls svöruðu 1795 manns spurningunum.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já 57%

Nei 43%

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já 77%

Nei 23%

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já 59%

Nei 41%

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já 75%

Nei 25%

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já 71%

Nei 29%

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já 80%

Nei 20%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×