Innlent

80 milljónir í átta verkefni

Utanríkisráðuneytið úthlutaði áttatíu milljónum til félagasamtaka í þróunarvinnu.
Utanríkisráðuneytið úthlutaði áttatíu milljónum til félagasamtaka í þróunarvinnu.
Átta verkefni frá sex félagasamtökum hafa fengið úthlutað ríkisstyrkjum vegna þróunarsamvinnu. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að framlög í þessari úthlutun nemi um 80 milljónum króna.

Rauði krossinn fær styrk vegna tveggja verkefna, rúmlega átján milljónir, og SOS Barnaþorp fá sömuleiðis styrki vegna tveggja verkefna í Afríku, samtals tæplega tuttugu milljónir.

Þá fær Barnaheill 12,3 milljónir, samtökin ENZA fá 4,7 milljónir, Íslandsdeild BIZER tæpar þrjár milljónir og Hjálparstarf kirkjunnar fær 22 milljónir til þróunarvinnu í Eþíópíu.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×