Allt leyfilegt þegar menn eru komnir í spandexið 28. júlí 2012 10:30 Bjarni segir þurfa pung í að þora að koma á svið í glysgallanum og fíla sig vel. Fréttablaðið/Daníel „Við erum svo klisjukenndir að það hálfa væri nóg, en það þarf smá pung til að þora þetta,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson, eða Bebbi Diamond eins og hann kallar sig, trommari glysrokkbandsins Diamond Thunder. Hljómsveitin er skipuð fimm mönnum og búin að vera starfandi frá því í febrúar. „Það er erfitt að finna svona frábæra gaura sem þora að skella á sig ælæner, fara í spandex og láta eins og vitleysingar uppi á sviði, svo það er algjör snilld að við höfum náð saman,“ segir Bjarni. Að því er hann best veit er Diamond Thunder eina glysrokkband landsins og segir hann þá æsta í að kynna nýja kynslóð fyrir þessari frábæru tónlist. „Það vilja allir koma og sjá okkur enda erum við ljónharðir og skelfilega skemmtilegir. Stemningin er líka alltaf baneitruð því við erum svo asnalegir og bjánalegir að fólki finnst það mega haga sér þannig líka,“ segir Bjarni. Hljómsveitin hefur dundað sér við að semja eigin lög en stefnir þó ekki á neina útgáfu strax. „Ef manni liggur of mikið á verður þetta erfitt og leiðinlegt og um leið og við hættum að hafa gaman að þessu fellur þetta um sjálft sig,“ segir Bjarni og bætir við að þeir stefni ekki á neina heimsfrægð, þó heimsyfirráð séu reyndar á döfinni. „Ég held að versta hugmynd sem nokkrum hefur dottið í hug sé að ætla að græða peninga á tónlist. Þetta á bara að vera ógeðslega gaman og ef maður græðir á þessu er það bara ógeðslega gaman líka. Við erum ekkert að sækjast eftir því að komast í Séð og Heyrt með fráskilnaðarsögur þó eflaust séu flestir mjög áhugasamir um líf okkar, sérstaklega ástalíf,“ segir hann. Hliðarsjálf fimmmenninganna, Don Joey, Atli Power, Ingo Poison, Anthony Thunder og Bebbi Diamond koma í ljós þegar í spandexið er komið og þá er allt leyfilegt en þeir skilja karakterinn þó eftir í búningnum. „Maður verður að fíla sig til að geta gert svona stórkostlega hluti. Við erum samt ekkert að fara að mæta í þeim gír í 10-11 fyrir hádegi á miðvikudegi. Þá værum við bara flokkaðir sem leiðinlegir fávitar og enginn myndi nenna að tala við okkur,“ segir Bjarni eiturhress. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Við erum svo klisjukenndir að það hálfa væri nóg, en það þarf smá pung til að þora þetta,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson, eða Bebbi Diamond eins og hann kallar sig, trommari glysrokkbandsins Diamond Thunder. Hljómsveitin er skipuð fimm mönnum og búin að vera starfandi frá því í febrúar. „Það er erfitt að finna svona frábæra gaura sem þora að skella á sig ælæner, fara í spandex og láta eins og vitleysingar uppi á sviði, svo það er algjör snilld að við höfum náð saman,“ segir Bjarni. Að því er hann best veit er Diamond Thunder eina glysrokkband landsins og segir hann þá æsta í að kynna nýja kynslóð fyrir þessari frábæru tónlist. „Það vilja allir koma og sjá okkur enda erum við ljónharðir og skelfilega skemmtilegir. Stemningin er líka alltaf baneitruð því við erum svo asnalegir og bjánalegir að fólki finnst það mega haga sér þannig líka,“ segir Bjarni. Hljómsveitin hefur dundað sér við að semja eigin lög en stefnir þó ekki á neina útgáfu strax. „Ef manni liggur of mikið á verður þetta erfitt og leiðinlegt og um leið og við hættum að hafa gaman að þessu fellur þetta um sjálft sig,“ segir Bjarni og bætir við að þeir stefni ekki á neina heimsfrægð, þó heimsyfirráð séu reyndar á döfinni. „Ég held að versta hugmynd sem nokkrum hefur dottið í hug sé að ætla að græða peninga á tónlist. Þetta á bara að vera ógeðslega gaman og ef maður græðir á þessu er það bara ógeðslega gaman líka. Við erum ekkert að sækjast eftir því að komast í Séð og Heyrt með fráskilnaðarsögur þó eflaust séu flestir mjög áhugasamir um líf okkar, sérstaklega ástalíf,“ segir hann. Hliðarsjálf fimmmenninganna, Don Joey, Atli Power, Ingo Poison, Anthony Thunder og Bebbi Diamond koma í ljós þegar í spandexið er komið og þá er allt leyfilegt en þeir skilja karakterinn þó eftir í búningnum. „Maður verður að fíla sig til að geta gert svona stórkostlega hluti. Við erum samt ekkert að fara að mæta í þeim gír í 10-11 fyrir hádegi á miðvikudegi. Þá værum við bara flokkaðir sem leiðinlegir fávitar og enginn myndi nenna að tala við okkur,“ segir Bjarni eiturhress. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira