Bresku glæpasagnasamtökin stofna Íslandsdeild 7. september 2012 14:30 Ragnar Jónasson segir það mikinn heiður að stofnuð hafi verið Íslandsdeild innan CWA. fréttablaðið/stefán „Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira