Bresku glæpasagnasamtökin stofna Íslandsdeild 7. september 2012 14:30 Ragnar Jónasson segir það mikinn heiður að stofnuð hafi verið Íslandsdeild innan CWA. fréttablaðið/stefán „Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira