Vill dýralögreglu sem sérhæfir sig í eftirliti 11. júlí 2012 11:00 Dýraníð í Svíþjóð Fertugur karlmaður í Svíþjóð var handsamaður af dýralögreglunni þar í landi fyrir að hafa fangað villta fugla og geymt þá í kofa við óviðunandi aðstæður.Nordicphotos/AFP „Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv
Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira