Facebook-samskipti í raunheimi 18. maí 2012 13:00 Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, setja upp sýningu byggða á Facebook-samskiptum. Fréttablaðið/Valli Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálfstæðri leiksýningu sem frumsýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjótaþorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook-færslum. „Við vorum að velta fyrir okkur samskiptum fólks á Facebook þegar okkur datt í hug að það gæti verið gaman að glæða þetta lífi í leikhúsinu og allt í einu vorum við komnar út á gólf og farnar að vinna með þessa hugmynd. Það mætti því segja að þetta sé rannsókn sem óvart varð að sýningu," útskýrir Halldóra og bætir við að ferlið hafi fengið þær til að endurmeta tilganginn með notkun Facebook. Stúlkurnar eru báðar virkar á samskiptasíðunni og viðurkenna að það hafi komið þeim á óvart hversu stóran þátt Facebook spilar í daglegu lífi manna. „Meiri hluti þjóðarinnar er á Facebook, meira að segja ungbörn og ömmur og afar eru virk á samskiptasíðunni. Í dag virðist maður ekki vera maður með mönnum nema maður sé á Facebook," segir Halldóra og bætir við: „Það sem okkur langaði að prufa að gera er að eiga í Facebook-samskiptum í raunheiminum. Ég veit ekki hvort okkur hafi tekist það, það er áhorfenda að dæma um það." Leiksýningin verður frumsýnd þann 25. maí á heimili Halldóru í Mjóstræti 3. Áætlaðar eru fjórar sýningar á verkinu og rúmast um tíu manns á hverri sýningu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook-síðu leikhópsins Þrettán svartir kettir undir stiga. -sm Menning Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálfstæðri leiksýningu sem frumsýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjótaþorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook-færslum. „Við vorum að velta fyrir okkur samskiptum fólks á Facebook þegar okkur datt í hug að það gæti verið gaman að glæða þetta lífi í leikhúsinu og allt í einu vorum við komnar út á gólf og farnar að vinna með þessa hugmynd. Það mætti því segja að þetta sé rannsókn sem óvart varð að sýningu," útskýrir Halldóra og bætir við að ferlið hafi fengið þær til að endurmeta tilganginn með notkun Facebook. Stúlkurnar eru báðar virkar á samskiptasíðunni og viðurkenna að það hafi komið þeim á óvart hversu stóran þátt Facebook spilar í daglegu lífi manna. „Meiri hluti þjóðarinnar er á Facebook, meira að segja ungbörn og ömmur og afar eru virk á samskiptasíðunni. Í dag virðist maður ekki vera maður með mönnum nema maður sé á Facebook," segir Halldóra og bætir við: „Það sem okkur langaði að prufa að gera er að eiga í Facebook-samskiptum í raunheiminum. Ég veit ekki hvort okkur hafi tekist það, það er áhorfenda að dæma um það." Leiksýningin verður frumsýnd þann 25. maí á heimili Halldóru í Mjóstræti 3. Áætlaðar eru fjórar sýningar á verkinu og rúmast um tíu manns á hverri sýningu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook-síðu leikhópsins Þrettán svartir kettir undir stiga. -sm
Menning Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira