Innlent

Jeppafólk í vandræðum við Þingvelli

Björgunarsveit Landsbjargar á Laugarvatni var kölluð út um miðnætti til að aðstoða fólk í föstum jeppa á vegslóða í grennd við Gjábakkaveg, austur af Þingvöllum. Þar var krapi og aurbleyta og ekki ætlast til að menn ækju þar um. Björgunarmenn náðu bílnum upp og fylgldu honum niður á þjóðveg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×