Innlent

Strandstígar ekki á dagskrá

Þó oft sé rætt um strandstíga á Arnarnesi er þeir ekki á dagskrá bæjaryfirvalda.
Þó oft sé rætt um strandstíga á Arnarnesi er þeir ekki á dagskrá bæjaryfirvalda.
Ekki er gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni á Arnarnesi í þeirri tillögu að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Í Fréttablaðinu sagði frá því að samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæinn eiga landeigendur ströndina en ekki bærinn.



Yrði strandstígur lagður mætti búast við bótakröfum frá eigendum sjávarlóða. Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri hjá Garðabæ, segir að þó hugmyndir um lagningu stígs meðfram strandlengjunni hafi oft verið í umræðunni sé nú aðeins gert ráð fyrir svokallaðri „útivistarleið“ þar. Það þýði einungis að þar sé öllum heimilt að fara um. Ekki sé gert ráð fyrir neinum framkvæmdum. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×