Innlent

Flugslysaáætlun virkjuð

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar hefur verið virkjuð vegna flugvélar sem missti hjól í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt tilkynningu frá Almannavörum ríkislögreglustjóra. Aðgerðastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur verið virkjuð og stýrir aðgerðum á vettvangi.

Allt tiltækt björgunarlið hefur verið boðað samkvæmt flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Fram kom í fréttum RÚV að flugvélin flygi lágflug til þess að brenna eldsneyti. Mikill viðbúnaður er við Straumsvík einnig, en þar eru sjúkrabílar og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

Flugvélin er frá Icelandair, og var á leiðinni til Orlando í Bandaríkjunum samkvæmt mbl.is. Fram hefur komið að brak úr lendingarbúnaði vélarinnar fannst á flugvellinum eftir flugtak, var henni þá snúið við. Búist er við að vélin lendi um 19:40. Um 200 manns eru um borð í vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×