Innlent

Mikið af börnum um borð í vélinni - áfallateymi á flugvellinum

Rögnvaldur Ólafsson í viðtali við RÚV.
Rögnvaldur Ólafsson í viðtali við RÚV.
„Lendingin gekk mjög vel, í upphafi kom fram að það vantaði hluta af hjólstelli vélarinnar en upplýsingarnar voru mjög óljósar í byrjun," sagði Rögnvaldur Ólafsson, sem stýrði aðgerðum í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í kvöld, vegna öryggislendingar flugvélarinnar frá Icelandair, í viðtali við RÚV. Lendingin gekk mjög vel eins og fram hefur komið en viðbúnaður var gríðarlegur vegna alvarleika málsins. Um 200 manns voru um borð í flugvélinni og það var óljóst í upphafi hversu mikil hætta væri á ferð.

Sigríður Guðmundsdóttir, sem er í teymi almannavarna á vegum Landlæknis, sagði á RÚV að áfallateymi væri komið upp á Keflavíkurflugvöll og það væri þrautþjálfað. „Við heyrðum að fólkið væri rólegt um borð í vélinni" sagði Sigríður en það kom ennfremur fram í viðtali við hana að talsverðar áhyggjur voru hjá teyminu vegna þess að mörg börn voru um borð í vélinni og óvíst hvernig þeim myndi reiða af við slíkar aðstæður.

Sigríður sagðist fegin að herþoturnar hefðu ekki verið sendar til móts við flugvélina, slíkt hefði aukið á ótta farþeganna. Hún búist þó við að farþegum sé brugðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×