Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf 19. maí 2012 05:00 Kynning Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira