Geiri Sæm tekur Froðuna aftur 16. ágúst 2012 09:00 Geiri Sæm Fréttablaðið/Anton Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt. Kiriyama Family hefur flutt fyrrnefndan slagara á tónleikum sínum í sumar, þar á meðal á Húkkaraballinu á Þjóðhátíð. Útvarpsmaðurinn Frosti Logason var á dansgólfinu og ákvað eftir flutninginn að leiða saman tónlistarmennina. Þeir hafa nú verið við æfingar og troða upp á tónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 sem fara fram í bakgarði Ellefunnar á Hverfisgötu 18. „Ég hugsa að ég hafi haldið síðustu opinberu tónleikana mína um ‘92 eða ‘93 þó ég hafi eitthvað verið að koma fram með ýmsum aðilum,“ segir Geiri sem var hvað frægastur á níunda áratugnum. „Ég heyrði Froðuna aftur fyrir slysni á Stöð 2 fyrir nokkrum mánuðum og í kjölfarið varð þetta að partíslagara hjá vinahópnum,“ segir Jóhann V. Vilbergsson meðlimur Kiriyama Family. Sveitin hóf í kjölfarið að flytja Froðuna. „Okkur fannst þetta svo æðislegt lag og við fílum einfaldlega góða tónlist.” Geiri er ánægður með samstarfið og segir fyrstu æfinguna hafa gengið vonum framar. „Þeir voru mjög vel undirbúnir og ljúfir og yndislegir drengir svo þetta steinlá.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta um kvöldið og verður fyrrnefndur slagari fluttur um tíuleytið.- hþt Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt. Kiriyama Family hefur flutt fyrrnefndan slagara á tónleikum sínum í sumar, þar á meðal á Húkkaraballinu á Þjóðhátíð. Útvarpsmaðurinn Frosti Logason var á dansgólfinu og ákvað eftir flutninginn að leiða saman tónlistarmennina. Þeir hafa nú verið við æfingar og troða upp á tónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 sem fara fram í bakgarði Ellefunnar á Hverfisgötu 18. „Ég hugsa að ég hafi haldið síðustu opinberu tónleikana mína um ‘92 eða ‘93 þó ég hafi eitthvað verið að koma fram með ýmsum aðilum,“ segir Geiri sem var hvað frægastur á níunda áratugnum. „Ég heyrði Froðuna aftur fyrir slysni á Stöð 2 fyrir nokkrum mánuðum og í kjölfarið varð þetta að partíslagara hjá vinahópnum,“ segir Jóhann V. Vilbergsson meðlimur Kiriyama Family. Sveitin hóf í kjölfarið að flytja Froðuna. „Okkur fannst þetta svo æðislegt lag og við fílum einfaldlega góða tónlist.” Geiri er ánægður með samstarfið og segir fyrstu æfinguna hafa gengið vonum framar. „Þeir voru mjög vel undirbúnir og ljúfir og yndislegir drengir svo þetta steinlá.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta um kvöldið og verður fyrrnefndur slagari fluttur um tíuleytið.- hþt
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira