Flugstöðin orðin mikilvægasta vinnusvæði Suðurnesja Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2012 19:09 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli og næsta nágrenni hennar eru orðin stærsta vinnusvæði Suðurnesja og skapa allt að fimmtánhundruð manns atvinnu. Lengi vel stóð Leifsstöð heldur einmana uppi á Miðnesheiði en á seinni árum hafa aðrar þjónustubyggingar sprottið upp við hlið hennar. Mönnum telst til að fyrirtækin vestan flugstöðvarinnar, sem sinna margvíslegri þjónustu við farþega og flugvélar, séu nú orðin 25-26 talsins. Guðmundur Björnsson, formaður skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar, segir að upp úr árinu 2000 hafi fyrstu lóðinni verið úthlutað undir bílaleigu á þessu svæði og síðan hafi orðið sprenging í þessari starfsemi. Þróunin hafi þó stöðvast í hruninu en sé nú að fara af stað aftur. Þarna eru allar stærstur bílaleigur landsins með aðstöðu, þarna eru vörugeymslur og tollafgreiðsla fyrir flugfrakt, eldsneytisþjónusta og viðgerðaverkstæði fyrir flugvélar en þar er viðhaldsstöð Icelandair stærst, með um 300 manns í vinnu. Og þá er flugstöðin sjálf ótalin með tugum fyrirtækja. Guðmundur segir að þetta sé orðið stærsta vinnusvæði á Suðurnesjum. Starfsmannafjöldinn sé mismunandi eftir árstíðum, frá 600-700 mann og upp í 1.500 manns á háannatíma á sumrin. Og menn giska jafnvel á að starfsmannafjöldinn í Leifsstöð og nágrenni fari í 1800 manns í sumar og sjá ekkert annað í spilunum en að uppbygging þjónustu við flugið haldi áfram að vaxa, í takti við vöxtinn í fluginu. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli og næsta nágrenni hennar eru orðin stærsta vinnusvæði Suðurnesja og skapa allt að fimmtánhundruð manns atvinnu. Lengi vel stóð Leifsstöð heldur einmana uppi á Miðnesheiði en á seinni árum hafa aðrar þjónustubyggingar sprottið upp við hlið hennar. Mönnum telst til að fyrirtækin vestan flugstöðvarinnar, sem sinna margvíslegri þjónustu við farþega og flugvélar, séu nú orðin 25-26 talsins. Guðmundur Björnsson, formaður skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar, segir að upp úr árinu 2000 hafi fyrstu lóðinni verið úthlutað undir bílaleigu á þessu svæði og síðan hafi orðið sprenging í þessari starfsemi. Þróunin hafi þó stöðvast í hruninu en sé nú að fara af stað aftur. Þarna eru allar stærstur bílaleigur landsins með aðstöðu, þarna eru vörugeymslur og tollafgreiðsla fyrir flugfrakt, eldsneytisþjónusta og viðgerðaverkstæði fyrir flugvélar en þar er viðhaldsstöð Icelandair stærst, með um 300 manns í vinnu. Og þá er flugstöðin sjálf ótalin með tugum fyrirtækja. Guðmundur segir að þetta sé orðið stærsta vinnusvæði á Suðurnesjum. Starfsmannafjöldinn sé mismunandi eftir árstíðum, frá 600-700 mann og upp í 1.500 manns á háannatíma á sumrin. Og menn giska jafnvel á að starfsmannafjöldinn í Leifsstöð og nágrenni fari í 1800 manns í sumar og sjá ekkert annað í spilunum en að uppbygging þjónustu við flugið haldi áfram að vaxa, í takti við vöxtinn í fluginu.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira