Poppdrottning snýr aftur 22. mars 2012 11:00 Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira