Sigurður náði besta árangri Íslands í Bocuse d'Or 22. mars 2012 11:45 Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson. Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson matreiðslumaður náði í gær besta árangri Íslendinga til þessa í forkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or. Sigurður og aðstoðarmenn hans lentu í fjórða sæti sem tryggir þeim sæti í úrslitum að ári. Keppnin fór fram í Horeca-höllinni í Brussel á þriðjudag og miðvikudag. Óhætt er að segja að Norðurlöndin hafi haldið áfram sigurför sinni þar, líkt og í heimi matreiðslunnar undanfarin ár, þar sem þau lentu í fjórum efstu sætunum. Tuttugu Evrópulönd tóku þátt í forkeppninni og komust tólf þeirra áfram í aðalkeppnina. Hún fer fram í Frakklandi að ári og keppa þá 24 lönd um hálfgerðan heimsmeistaratitil. Sigurður starfar á Vox og var valinn Matreiðslumaður ársins 2011. Honum til aðstoðar í Belgíu voru Hafsteinn Ólafsson, nemi á Vox og Birkir Örn Sveinsson, nemi á Fiskfélaginu. Þeir félagar hafa æft stíft síðustu vikur fyrir keppnina og notið góðs af handleiðslu annarra íslenskra matreiðslumeistara. Þjálfari þeirra var Þráinn Freyr Vigfússon. Fleiri Íslendingum gekk vel í Belgíu. Ari Þór Gunnarsson aðstoðaði og Ragnar Ómarsson þjálfaði Heidi Pinnak, sem komst í úrslit fyrir hönd Eistlands. Hægt er að sjá fleiri fréttir af Sigurði á vefnum freisting.is, meðal annars matseðil hans frá Belgíu. Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson matreiðslumaður náði í gær besta árangri Íslendinga til þessa í forkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or. Sigurður og aðstoðarmenn hans lentu í fjórða sæti sem tryggir þeim sæti í úrslitum að ári. Keppnin fór fram í Horeca-höllinni í Brussel á þriðjudag og miðvikudag. Óhætt er að segja að Norðurlöndin hafi haldið áfram sigurför sinni þar, líkt og í heimi matreiðslunnar undanfarin ár, þar sem þau lentu í fjórum efstu sætunum. Tuttugu Evrópulönd tóku þátt í forkeppninni og komust tólf þeirra áfram í aðalkeppnina. Hún fer fram í Frakklandi að ári og keppa þá 24 lönd um hálfgerðan heimsmeistaratitil. Sigurður starfar á Vox og var valinn Matreiðslumaður ársins 2011. Honum til aðstoðar í Belgíu voru Hafsteinn Ólafsson, nemi á Vox og Birkir Örn Sveinsson, nemi á Fiskfélaginu. Þeir félagar hafa æft stíft síðustu vikur fyrir keppnina og notið góðs af handleiðslu annarra íslenskra matreiðslumeistara. Þjálfari þeirra var Þráinn Freyr Vigfússon. Fleiri Íslendingum gekk vel í Belgíu. Ari Þór Gunnarsson aðstoðaði og Ragnar Ómarsson þjálfaði Heidi Pinnak, sem komst í úrslit fyrir hönd Eistlands. Hægt er að sjá fleiri fréttir af Sigurði á vefnum freisting.is, meðal annars matseðil hans frá Belgíu.
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira