Innlent

Ótrúlega mörg rafstuð - mikilvægt að læra skyndihjálp

„Fimmtán rafstuð, það er ansi mikið," segir Felix Valsson, formaður Endurlífgunarráðs, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag, en þar var rætt um ótrúlega endurlífgun fótboltakappans Fabrice Muamba. Hann féll skyndilega niður í miðjum leik Bolton og Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn síðasta. Hann var tæknilega látinn í 78 mínútur. En með þrautseigju og hárréttum viðbrögðum, fór hjarta Muamba að slá á ný. Nú sýnir hann ótrúleg batamerki.

Felix segir atvikið sýna svo ekki verði um villst að endurlífgun er gríðarlega mikilvæg, og það má ekki gefast upp. „Sérstaklega þegar svona ungir menn eiga í hlut," bætir Felix við.

Jonathan Tobin, læknir hjá Bolton, sagði í viðtali við BBC að Muamba hafi fengið hátt í 20 rafstuð á meðan endurlífgun stóð yfir. Þetta er ansi mikið að mati Felix sem bendir á að við hvert rafstuð, sem virkar ekki, minnka lífslíkurnar talsvert.

Hægt er að hlusta á athyglisvert viðtal við Felix í Reykjavík síðdegis hér. Þar ítrekar hann einnig mikilvægi þess að fólk læri skyndihjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×