Taka verður alla gagnrýni alvarlega 26. apríl 2012 11:00 Hvalfjarðargöng Í gagnrýni á forsendur Vaðlaheiðarganga hefur verið bent á að aðstæður séu aðrar en í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þá sé mikil óvissa um þróun vaxta og þar með endurfjármögnun lána að framkvæmdatíma loknum. Fréttablaðið/Pjetur Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira